Kvennakór Suðurnesja

  • Kvennakór Suðurnesja er elsti starfandi kvennakór á landinu en hann var stofnaður 22. febrúar árið 1968 og fagnar því 55 ára afmæli í ár.
    Kórinn hefur mikið ferðast bæði innanlands og erlendis á þeim 55 árum sem hann hefur verið starfandi. Kórkonur hafa farið þrisvar til Cork á Írlandi og tekið þátt í alþjóðlegri kórakeppni, en fyrsta ferðin var 1967. Einnig var farið til Kanada og Bandaríkjanna árið 1977 og árið 2004 til Ungverjalands. Kórinn tók þátt í alþjóðlegri kórakeppni í Riva del Garda á Ítalíu árið 2007 þar sem kórinn vann til verðlauna í gullflokki. Kórinn fór til Minneapolis í Bandaríkjunum árið 2014 og á afmælisárinu 2018 heimsótti kórinn Færeyjar og tók þátt í kóramóti þar.
    Kvennakór Suðurnesja hélt landsmót kvennakóra í Reykjanesbæ árið 2002 þar sem hátt í 400 konur úr 14 kórum víðsvegar að af landinu mættu. Kórinn hefur einnig ferðast mikið innanlands og haldið tónleika víða á landinu.
    Kórinn heldur 2-3 vortónleika á Suðurnesjum ár hvert, heldur jólatónleika, tekur þátt í samstarfi við aðra kóra og syngur á öðrum menningarviðburðum á svæðinu. Kórmeðlimir eru konur frá öllum sveitarfélögum á Suðurnesjum.
    Stjórnandi kórsins er Dagný Þ. Jónsdóttir og meðleikari á píanó er Geirþrúður Fanney Bogadóttir