Kvennakór Akureyrar

  • Kvennakór Akureyrar var stofnaður á vordögum 2001. Í kórnum eru núna starfandi um 45-50 konur og hefur kórinn haft frábæra kórstjóra allt frá byrjun.
    Má þar nefna Björn Leifsson til 2003, Þórhildi Örvars 2003-2005, Arnór Vilbergsson 2005-2008 og okkar kæra Jan Alavere sem starfaði með kórnum í nokkra mánuði 2008. Daníel Þorsteins tók við í janúar 2009 og var stjórnandi kórsins næstu sjö árin en þá kom Sigrún Magna Þórsteinsdóttir og starfaði hún með kórnum til 2019. Núverandi kórstjóri er Valmar Väljaots og formaður er Þórunn Jónsdóttir .
    Kórinn heldur tvenna til þrenna tónleika á ári hverju fyrir utan að koma fram við hin ýmsu tækifæri eins og á 17. júní, Sjómannadaginn og Akureyrarvöku, fyrir utan að koma fram með öðrum kórum. Lagaval kórsins hefur frá upphafi verið fjölbreytt, gamalt og nýtt, íslenskt og erlent og við allra hæfi. Kórinn hefur ferðast víða bæði innanlands og utan.
    Kvennakór Akureyrar hélt Landsmót íslenskra kvennakóra vorið 2014 með miklum glæsibrag og þar mættu um 700 konur og skemmtu sér konunglega við leik og söng.