Gullhamrar

Lokahóf

Á lokahófi landsmóts verða þátttakendum slegnir gullhamrar í einum glæsilegasta veislusal landsins, Gullhömrum í Grafarholti. Lokahófið hefst kl 19.00 með fordrykk í boði Gígjunnar, landssambands íslenskra kvennakóra.  Boðið verður upp á þríréttaðan mat sem framreiddur er úr fullkomnu veislueldhúsi staðarins. Við njótum góðra veiga og skemmtiatriða sem búast má við að kitli hláturtaugarnar og uppfylli þörfina fyrir áframhaldandi söng og gleði. Hljómsveit hússins sér til þess að hægt verði að teygja búkinn og hrista ef svo ber undir. Athugið að ekki verður boðið upp á rútuferðir til og frá Gullhömrum.

Um Gullhamra

GULLHAMRAR er glæsilegt sérhannað 2500 fermetra veitingahús með tveimur tæknivæddum misstórum sölum og eldhúsi í hæsta gæðaflokki með afkastamiklum tækjum af fullkomnustu gerð