Eitthvað fyrir alla- ekki bara kalla, Neskirkju

Smiðjan gefur þátttakendum tækifæri til að syngja sígilda slagara sem gjarnan hafa verið fluttir af karlakórum í gegnum tíðina. Í smiðjunni verða raddböndin þanin í kröftugum lögum sem allir þekkja, eins og Hraustir menn og Brennið þið vitar

Sunna Karen

Sunna Karen Einarsdóttir stundaði nám á píanó, fiðlu og söng við Tónlistarskóla Ísafjarðar og Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar. Á uppvaxtarárunum tók hún virkan þátt í blómlegu kórastarfi á Ísafirði og söng m.a. með Kvennakór Ísafjarðar undir stjórn Bjarneyjar Ingibjargar Gunnlaugsdóttur. Sunna lauk BA námi í Skapandi tónlistarmiðlun frá Listaháskóla Íslands vorið 2017. Hún stundaði einnig nám í kórstjórn við Tónskóla þjóðkirkjunnar undir handleiðslu Magnúsar Ragnarssonar og lauk prófi þaðan vorið 2019. Sunna hefur starfað sem kórstjóri við Langholtskirkju síðan haustið 2017 og stýrir nú öllum barnakórum kirkjunnar auk Gradualekórs Langholtskirkju og Graduale Nobili. 

Undirleikari