Kvennakór Vestmanneyja

  • Kvennakór Vestmannaeyja var stofnaður 1. mars 2020, korter í Covid. Á sjötta tug kvenna mætti á stofnfund en eins og gefur að skilja setti Covid strik í reikninginn varðandi æfingar og varð líka til þess að það fækkaði í hópnum. Eftir stendur þó sterkur kjarni og eru meðlimir kórsins í dag rúmlega 30.
    Stjórnandinn okkar heitir Kitty Kovács. Kitty er einn besti píanó- og orgelleikari landsins og erum við ekkert smá heppnar að hafa hana með okkur.
    Þó svo að kórinn sé nýlega stofnaður höfum við haldið stóra tónleika hér í Eyjum þar sem færri komust að en vildu. Við höfum einnig tekið þátt í stórum verkefnum eins og frumflutningi þjóðhátíðarlags Vestmannaeyja sumarið 2022 og Eyjatónleikum í Hörpu í janúar síðastliðnum. Við erum því komnar með fulla vasa af reynslu enda búnar að koma fram með hinum ýmsu listamönnum á okkar stutta ferli. Kórinn stefnir svo á glæsilega tónleika í vor þar sem fjölbreytt lagaval og gleði verður allsráðandi.