Kvennakór Hornafjarðar

  • Kvennakór Hornafjarðar var formlega stofnaður árið 1997 en áður hafði kórinn verið starfræktur sem leikfélagskór í eitt ár. Aðeins einn karlmaður var í kórnum og var því ákveðið að henda honum út og stofna kvennakór. Kórinn hefur haft fimm stjórnendur en lengst hefur núverandi stjórnandi verið með okkur. Heiðar Sigurðsson hefur stjórnað okkur frá árinu 2009. Heiðar sér einni um undirleik og hefur samið lög fyrir kórinn ásamt því að útsetja mörg lög. Kórinn tekur sér ýmislegt fyrir hendur og má þar nefna að eitt árið sungum við í öllum félagsheimilum sýslunnar, annað ár sungum við í öllum kirkjum sýslunnar og eins og frægt er orðið þá sungum við á öllum einbreiðum brúm sýslunnar sem voru 17 talsins til að minna á hættuna sem þeim fylgir. Brúnum hefur eitthvað fækkað síðan. Við förum í utanlandsferð á þriggja ára fresti, ferð innanlands á þriggja ára fresti og þriðja árið förum við svo á kvennakóramót þar sem við erum núna. Kórinn hefur einu sinni haldið mótið á Hornafirði. Kórinn telur 48 konur núna og hefur aldrei verið stærri. Formaður kórsins er Erna Gísladóttir.