Abba og smá Bubbi, Háskólabíó, salur 3

Í smiðjunni verður unnið með Dancing Queen og Money, money, money eftir Benny Andersson, Stig Andersson og Björn Ulvaeus og lagið Strákarnir á Borginni eftir Bubba Morthens í útsetningu Magnúsar. Áhersla verður lögð á textavinnu, rytmískar fraseringar, framkomu og raddbeitingu sem hæfir viðkomandi

Magnús

Magnús Ragnarsson stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík, Tónskóla Þjóðkirkjunnar og Tónlistarháskólann í Gautaborg. Þá stundaði hann framhaldsnám í kórstjórn hjá Stefan Parkman við Háskólann í Uppsölum. Magnús starfar sem organisti í Langholtskirkju og stjórnar Kór Langholtskirkju, sem er 32 manna kór með menntuðum tónlistarmönnum. Hann hefur stjórnað Söngsveitinni Fílharmóníu frá janúar 2006, Hljómeyki árin 2006–2012 og Melodiu-Kammerkór Áskirkju 2007-2017. Hann kennir kórstjórn við Tónskóla Þjóðkirkjunnar og Listaháskóla Íslands og starfar sem kórstjóri við Íslensku Óperuna. 

Hann hefur stjórnað ballettum og kammeróperum, stjórnað Lutoslawski-Fílharmóníuhljómsveitinni í Póllandi og átt farsælt samstarf við Sinfóníuhljómsveit Íslands og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Magnús hefur unnið til verðlauna með kórunum sínum í Florilège Vocal de Tours, Llangollen í Wales, Salzburg, Flórens og Arezzo á Ítalíu og Béla Bartok-kórakeppninni í Ungverjalandi þar sem hann fékk sérstök verðlaun fyrir besta flutning á nútímaverki.

Undirleikari

Steingrímur

Steingrímur Þórhallsson starfar sem organisti við Neskirkju í Reykjavík. Undanfarin ár hefur hann snúið sér meir að tónsmíðum samhliða tónleikahaldi og kórstjórn. Mörg verka hans eru fyrir kór en einnig hefur hann samið talsvert fyrir einleiks hljóðfæri og kammerhópa. Samhliða klassíkum tónsmíðum semur hann tónlist fyrir sjónvarp og hefur tónlist hans verið notuð í sjónvarpsþáttum víðs vegar um heim, meðal annars á CNN, NBC, Discovery, History Channel og NRK.