Neskirkja

Smiðjur

Neskirkja við Hagatorg hýsir tvær smiðjur.  Önnur verður á neðri hæð í safnaðarheimili og hin í kirkjunni sjálfri.  Kaffiveitingar verða bornar fram á neðri hæð. Kirkjan er björt og vistleg og aðstaða öll fyrsta flokks. Þátttakendur í smiðjum þurfa að koma yfir í Háskólabíó í hádegismat.

Um Neskirkju

Kirkjan var vígð pálmasunnudag 1957. Arkitekt kirkjunnar var Ágúst Pálsson, húsameistari. Fyrir nokkrum árum var kirkjan friðuð hið ytra en hún er fyrsta kirkja landsins sem ekki lýtur hefðbundnum stíl í arkitektúr.

Í kirkjunni er að finna tvö glerverk eftir Gerði Helgadóttur, annað í forkirkju og hitt í kór kirkjunnar.