Kyrjurnar

  • Kvennakórinn Kyrjurnar var stofnaður árið 1997 í framhaldi af söngnámskeiði hjá Söngsmiðjunni sem Esther Helga Guðmundsdóttir rak á þeim tíma. Konurnar á námskeiðinu langaði að halda áfram að syngja meira saman og því var kórinn stofnaður. Enn eru nokkrar konur starfandi með kórnum sem hafa verið með frá upphafi.
    Kennari hópsins er Sigurbjörg Hvanndal Magnúsdóttir og hefur hún stýrt kórnum frá stofnun hans. Nokkrir undirleikarar hafa verið með kórnum. Núverandi undirleikari er Helgi Már Hannesson.
    Kórinn hefur farið í nokkrar utanlandsferðir; til Ítalíu (2003), Slóveníu og Króatíu (2006), Austurríkis (2012) og Ítalíu (2018). Stefnan er sett á erlenda grundu vorið 2024.
    Fjölbreytt lagaval hefur einkennt kórinn frá upphafi og eru lögin flutt á jóla- og vortónleikum og við önnur tækifæri.