Jórukórinn

  • Jórukórinn var stofnaður árið 1996 á Selfossi og hefur verið starfræktur síðan þá. Kórinn æfir á miðvikudagskvöldum í húsnæði Tónlistarskóla Árnesinga á Selfossi. Sem stendur er 31 kona skráð í kórinn. Léttleikinn hefur ávallt verið í fyrirrúmi hjá kórnum og aðaláherslan á að hafa gaman saman. Nýr stjórnandi tók við kórnum haustið 2021, Unnur Birna Bassadóttir, en hún tók við af Gísla Jóhanni Grétarssyni. Með nýju fólki koma nýjar áherslur og hefur Unnur náð að hrista upp í gamalgrónum venjum. Það eru engar raddprufur heldur er meiri áhersla á að hlusta og að konur finni sinn stað og eru ekki endilega bundnar einni rödd.