Djasskór, safnaðarheimili Neskirkju

Jazzútsetningar eru töluvert öðruvísi en þær klassísku eða „poppísku“. Þá heyrast nótur sem hljóma skrítnar þegar eyrað er óvant að heyra þær, en þegar eyrað þjálfast í að heyra aðrar nótur en hljómnótur og skalanótur, þá opnast alveg nýr heimur og sjóndeildarhringurinn (hljóðdeildarhringurinn) stækkar. Spennur, klessundir og svo collective improvisation (sameiginleg snarstefjun) er það sem við ætlum að vinna með. Við syngjum þriggja radda útsett raddsóló  en einnig prófum við að leyfa okkar ímyndunarafli að ráða för og henda okkur út í djúpu laugina og syngja það sem okkur dettur í hug á þeim tímapunkti sem við erum staddar. Laglína sem hoppar milli radda, sjúbbídú og mega fílingur!

Unnur Birna

Unnur Birna Bassadóttir er söngkona, fiðluleikari og tónlistarkennari. Hún útskrifaðist úr jazzsöng og kennaradeild frá FÍH 2011. Hún hefur unnið mikið í leikhúsum og komið fram með mörgum mismunandi tónlistarmönnum, innlendum og erlendum, auk þess að útsetja bæði strengi og raddir fyrir ýmis hljómplötuverkefni. Hún kenndi á fiðlu, skapandi tónlist og píanó árin 2005-2013, en hefur svo eingöngu kennt rytmískan söng frá árinu 2012, ýmist í tónlistarskólum eða í einkakennslu og starfað sem tónlistarkona samhliða. Fyrsti kórinn sem Unnur stjórnaði var Barna- og unglingakór Glerárkirkju 2006, síðan Söngsveit Hveragerðis 2018-2019 og nú 2023. Þá tók Unnur Birna við Jórukórnum árið 2021