Kvennakórinn Heklurnar

  • Kvennakórinn Heklurnar var stofnaður árið 2002 og er því orðinn 20 ára. Kórinn hefur alltaf lagt áherslu á að stunda ekki fjáröflun af neinu tagi og hyggst hafa það svo áfram. Því greiða kórkonur hófleg kórgjöld vor og haust til að standa straum af kostnaði. Við Heklurnar höfum oftast haldið tvenna tónleika á hverju starfsári, oft með öðrum kórum. Auk þess höfum við tekið þátt ýmsum í söngviðburðum í Mosfellsbæ s.s. „Í túninu heima“.
    Nú í desember síðastliðnum kom loksins að tónleikum en þá héldum við jólatónleika í Guðríðarkirkju ásamt Varmárkórnum en hann skipa hressar konur sem áður sungu í stúlknakór Varmárskóla undir stjórn Guðmundar Ómars Óskarssonar. Kórstjórinn okkar er Dagný Þórunn Jónsdóttir söngkennari við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar en auk þess er hún kórstjóri Kvennakórs Suðurnesja. Kórinn heldur tónleika 30. mars í Guðríðarkirkju og aftur ætlar Varmárkórinn að syngja með okkur létt og skemmtileg lög í anda vorkomunnar.
    Heklurnar æfa í Varmárskóla á þriðjudögum klukkan 19:30 til 22:00 frá september til maí. Heklurnar eru með fésbókarsíðu og tölvupóstfangið okkar er heklurnar@gmail.com. Stjórnin haustið 2021 til vors 2023 er þannig skipuð: Kristín Guðmundsdóttir formaður, Unnur Sigfúsdóttir gjaldkeri, Helga Ósk Friðriksdóttir meðstjórnandi og Anna Rúdolfsdóttir meðstjórnandi.