Kvennakór Hafnarfjarðar

  • Kvennakór Hafnarfjarðar var stofnaður 26. apríl 1995. Fyrsti stjórnandi kórsins var Guðjón Halldór Óskarsson en árið 2001 tók Hrafnhildur Blomsterberg við stjórn kórsins. Erna Guðmundsdóttir, stjórnaði kórnum frá árinu 2007 til 2022. Núverandi stjórnandi er Arngerður María Árnadóttir. Að jafnaði eru um 40 konur í kórnum sem árið 2006 gaf út plötuna Stiklur.
    Árlega heldur Kvennakór Hafnarfjarðar tvenna tónleika, vortónleika í maí og jólatónleika í byrjun aðventu, oft í samvinnu við aðra tónlistarmenn eða kóra. Kórinn tekur reglulega þátt í ýmsum viðburðum í heimabæ sínum, Hafnarfirði, eins og til dæmis Syngjandi jólum í Hafnarborg, Jólaþorpinu og Björtum dögum. Einnig hefur kórinn sungið á aðventunni í miðbæ Reykjavíkur og í IKEA.
    Kórinn æfir núna einu sinni viku og hefur fimm sinnum farið í söngferðalag á erlenda grund. Árið 1998 fór kórinn til Toskana á Ítalíu, árið 2001 til Prag í Tékklandi, árið 2005 til Barcelona á Spáni, 2013 til Portoroz í Slóveníu og nú síðast 2017 til Ítalíu.
    Kvennakór Hafnarfjarðar hefur tekið þátt í flestum landsmótum og hélt landsmótið í Hafnarfirði árið 2005.